Góð niðurstaða úr eineltiskönnun í Gerðaskóla
Niðurstöður úr nýrri Olweus eineltiskönnun hafa verið lagðar fyrir skólanefnd Garð. Þar kemur fram að einelti upp á 2,9% mældist í Gerðaskóla. Einelti á landsvísu mældist 5,2% í sömu könnun. Spurningar voru lagðar fyrir nemendur í 4.-10. bekk skólans en þeir eru 108 talsins. Því mætti reikna það út að þrír nemendur telji sig verða fyrir einelti í skólanum.
Góð innistæða er fyrir þessari niðurstöðu að mati Þorláks Helgasonar verkefnisstjóra Olweus áætlunarinnar á Íslandi og mikil ánægja með það, segir í fundargerð skólanefndar í Garði.