Góð kirkjusókn í ört stækkandi samfélagi í Innri Njarðvík
Kirkjusókn í Njarðvíkurkirkju var góð um jólin, enda Innri Njarðvík ört stækkandi samfélg í Reykjanesbæ. Að þessu sinni nutu kirkjugestir góðs af framlagi nemenda Tónlistarskóla Reykjanesbæjar þeim Kristínu Þóru, Unu Maríu, Aldísi Helgu og Guðbjörgu sem fluttu lög og sungu undir stjórn Dagmar Kunakova og Alexöndru Bítak við athöfnina á aðfangadag og jóladag.
Hátíðin þótti takast afar vel og var gerður góður rómur af þessu framlagi nemenda. Um áramótin verður svipað fyrirkomulag í messuhaldi, þ.e. á gamlársdag klukkan 17:00 verður hátíðarmessa í Njarðvíkurkirkju og hvetjum við ykkur til að koma og taka virkan þátt, segir í tilkynningu frá kirkjunni.
Hátíðin þótti takast afar vel og var gerður góður rómur af þessu framlagi nemenda. Um áramótin verður svipað fyrirkomulag í messuhaldi, þ.e. á gamlársdag klukkan 17:00 verður hátíðarmessa í Njarðvíkurkirkju og hvetjum við ykkur til að koma og taka virkan þátt, segir í tilkynningu frá kirkjunni.