Góð gjöf frá kvenfélagskonum til BUGL
Stjórn KSGK Kvenfélagasambands Gullbringu og Kjósarsýslu færði BUGL Barna og unglingageðdeild góða gjöf nýverið. Um er að ræða afrakstur sölu á merkinu Gleym mér ei kr. 1.700.000 sem verður notað til að kaupa á búnað í nýuppgert húsnæði deildarinnar. Kvenfélög innan sambandsins eru nú 10 talsins, sambandið hefur áður styrkt deildina með góðum gjöfum.
Það verður mikið fagnaðarefni fyrir starfið þegar hið nýuppgerða húsnæði verður tekið í notkun á haustmánuðum með bættri aðstöðu fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra.
Mynd: Stjórnarkonur KSGK og fulltrúar Bugl.