Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 19. desember 2000 kl. 02:49

Góð áhrif á fiskútflutning

ESB hefur boðað stórfelldan niðurskurð á fiskveiðum í Norðursjó á nánast öllum tegundum, en mest þó á þorski. Ólafur Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja segir að þetta komi öllum fiskútflutningi Íslendinga til góða, t.d. þeim sem flytja út í gámum og einnig þeim sem flytja út ferskan unninn fisk.
„Það er hins vegar spurning hversu mikið verðið getur hækkað, því það er mjög hátt fyrir. Þorskurinn er orðinn það dýr að hann er orðinn algjör lúxusvara. En til skamms tíma litið a.m.k. eru þessar fréttir frá Evrópu góðar fréttir fyrir okkur“, segir Ólafur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024