Góð aflabrögð í Sandgerði
Síðustu daga hefur verið líf og fjör við höfnina í Sandgerði enda margir bátar sem róa þaðan um þessar mundir, stutt að fara á miðin og aflabrögð með miklum ágætum. Nokkrir hafa verið í mokveiði, að sögn vefs Aflafrétta, og vel hefur gefið á sjó.
Á lista Aflafrétta yfir aflahæstu smábátanna í mars er Muggur KE efstur með 20 tonn. Þórkatla GK kemur næst með 17,8 tonn.
Þá hafa grindvísku línubátarnir verið á ágætisveiði. Ágúst GK hafði í fyrradag landað 148, 5 tonnum eftir tvo róðra. Svipaða sögu var að segja af Páli Jónssyni og Sturlu GK. Valdimar GK og Tómas Þorvaldsson GK voru komnir með tæp 125 tonn eftir tvo róðra.
Sjá nánar á www.aflafrettir.com