Góð aflabrögð
Aflabrögð hafa verið góð hjá netabátunum upp á síðkastið. Bátarnir hafa verið að koma með fullfermi en einmitt á þessum tíma nær vertíðin oftast hámarki, ekki síst í kjölfar loðnunnar.
Ef aflatölur eru skoðaðar fyrir vikuna 6.-12 mars má m.a.sjá að Erling KE landaði 37 tonnum í tveimur sjóferðum. Hann er efstur á lista yfir aflahæstu vertíðarbátana yfir 50 brúttótonnum, samkvæmt aflalista sem www.aflafrettir.com tekur saman. Þar kemur fram að hann hefur landað 576,5 tonnum úr 34 róðrum, mest 51,5 tonn í einu.
Sjá nánar á www.aflafrettir.com
Mynd/elg: Landað úr Erling KE