Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 27. mars 2001 kl. 09:57

Go verðlaunar slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli

Lágfargjaldaflugfélagið Go hefur nú hafið áætlunarferðir á milli Íslands og Bretlands á ný. Þegar hafa rúmlega 8.000 erlendir ferðamenn pantað flugfar með Go til Íslands í sumar og um 4.000 Íslendingar til Bretlands. Flugmenn Go telja að slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli sé í röð bestu slökkviliða á viðkomustöðum sínum. Af því tilefni ákvað Go að gefa tvo farmiða til Lundúna á árshátíð slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli sem haldin var á dögunum.
Það var Guðjón Arngrímsson, tæknistjóri hjá flugvallarþjónustudeild slökkviliðsins, sem datt í lukkupottinn. Hann tekur hér við miðunum úr hendi Jörundar Valtýssonar frá Go á Íslandi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024