Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gnarr skoðar nafn á sameinaðan Garð og Sandgerði
Föstudagur 8. september 2017 kl. 12:02

Gnarr skoðar nafn á sameinaðan Garð og Sandgerði

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, veltir því fyrir sér á Twitter-aðgangi sínum hvað sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerði komi til með að heita og leggur þar skoðanakönnun fyrir fylgjendur sína.

Þar stingur hann upp á nöfnunum Sandgarður, Garðsandur, Gerðigarður og Garðabær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kosið verður um sameiningu Sandgerðis og Sveitarfélagsins Garðs þann 11. nóvember næstkomandi. Ætli Gnarr hafi rétt fyrir sér?