Glóðvolgar Víkurfréttir í Ljósanæturviku
Víkurfréttir eru hnausþykkar í þessari viku með fjölbreyttu lesefni úr mannlífi og menningu Suðurnesja. Skemmtileg viðtöl, litskrúðugt mannlíf og íþróttaumfjöllun. Blaðið ber þess einnig merki að stutt er til kosninga. Svo er Ljósanæturvikan, þó svo engin sé Ljósanóttin en í blaðinu má sjá tilboð með Ljósanæturblæ.
Víkurfréttum verður dreift um öll Suðurnes fyrir hádegi á morgun þar sem nálgast má glóðvolgt blað úr prentun á okkar helstu dreifingarstöðum. Rafræn útgáfa blaðsins, sem er 24 síður í þessari viku, er hér að neðan.