Glóðin fær ekki leyfi
Bæjarráð Reykjanesbæjar getur ekki mælt með að Nýju Glóðinni verði veitt leyfi til reksturs veitingastaðar á meðan ekki hafa farið fram fullnægjandi hljóðmælingar af hálfu HES enda er íbúðabyggð mjög nálægt staðnum og kvartanir íbúa vegna hávaða stöðugar. Þetta er niðurstaða bæjarráðs á fundi þess á fimmtudaginn. Bæjarráð áréttar að það tók nýverið undir sjónarmið lögreglunnar um tímabundna sviptingu leyfis á staðnum vegna brota á aldurstakmörkunum gesta.