Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Glóðin ennþá starfandi
Sunnudagur 7. febrúar 2010 kl. 20:43

Glóðin ennþá starfandi

Veitinga- og skemmtistaðurinn Glóðin við Hafnargötu í Keflavík er ennþá starfandi og leyfi Glóðarinnar gildir út mars, að sögn Ólafs Geirs Jónssonar, rekstraraðila Glóðarinnar. Víkurfréttir birtu frétt þess efnis í dag að bæjarráð Reykjanesbæjar getur ekki mælt með að Nýju Glóðinni verði veitt leyfi til reksturs veitingastaðar á meðan ekki hafa farið fram fullnægjandi hljóðmælingar af hálfu Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, enda er íbúðabyggð mjög nálægt staðnum og kvartanir íbúa vegna hávaða stöðugar. Þetta bókaði bæjarráð Reyjanesbæjar og bætti reyndar við: „Þá er rétt að minna á að bæjarráð Reykjanesbæjar tók nýverið undir sjónarmið lögreglunnar um tímabundna sviptingu leyfis á staðnum vegna brota á aldurstakmörkunum gesta,“ eins og segir orðrétt í bókuninni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Veitingamaðurinn Ólafur Geir sagðist í samtali við Víkurfréttir í dag hafa þurft að bíða í fimm mánuði eftir því að Heilbrigðiseftirlitið kláraði umrædda hljóðmælingu en fresturinn sem eftirlitið hefur rennur út á morgun, að sögn Ólafs Geirs.


Hann sagði að margir hefðu verið í sambandi við sig í dag í kjölfar fréttarinnar, um að Glóðin fái ekki leyfi, og haldi að staðnum hafi verið lokað. Svo er ekki og segist Ólafur Geir hafa leyfi til loka mars. Þá segist hann ekki trúa því að staðnum verði lokað og að bæjarráð hafi ekki úrslitavald þar.


Tengdar fréttir:
Glóðin fær ekki leyfi