Glóð varð að eldi
Glæður í brunarústum Trésmiðjunnar Mosfells í Sandgerði urðu að báli í nótt en slökkvilið bæjarins réði fljótt niðurlögum eldsins.
Til stendur að rífa húsið nú í vikunni þannig að brunarústirnar verði horfnar áður en Sandgerðingar halda sína árlegu bæjarhátíð sem nú er framundan.
Húsið brann í fyrrinótt eins og kunnugt er. Eldsupptök eru ókunn en rannsóknardeild lögreglunnar vinnur að rannsókn. Meðal annars verða skoðaðar upptökur úr öryggismyndavélum við Sandgerðishöfn, samkvæmt því er fram kemur á fréttavefnum www.245.is.
---
VFmynd/Sölvi Logason - Frá slökkvistarfinu í fyrrinótt.