Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Glitnir í Reykjanesbæ flytur í nýtt húsnæði
Fimmtudagur 11. maí 2006 kl. 09:50

Glitnir í Reykjanesbæ flytur í nýtt húsnæði

Gengið hefur verið frá samningi milli Fasteignar hf. og Sældar ehf., um byggingu þess síðarnefnda á nýju útibúi fyrir Glitni í Reykjanesbæ. Nýja útibúið verður staðsett við Hafnargötu 91-93 í Reykjanesbæ. Um er að ræða 400 fm. jarðhæð. Byggingarframkvæmdir hefjast nú í maí og eru verklok áætluð að ári liðnu. Áætla má að útibúið verði flutt í nýtt húsnæði í ágúst á næsta ári.

Að sögn Unu Steinsdóttur, útibússtjóra Glitnis, er þessi staðsetning mjög góð fyrir bankann. „Við teljum að til framtíðar séum við mjög vel staðsett hér í miðju bæjarfélagsins. Mikil uppbygging í Innri-Njarðvík, Grænási og nú við Nesvelli og Nikkel svæðið, færi okkur nær þeim kjarna. Við erum sannfærð um að þessi staðsetning og þetta nýja útibú eigi eftir að hugnast okkar viðskiptavinum mjög vel. Í gamla daga þegar „Gúanóið“ var og hét og vinnslan var þar í fullum gangi, þá var talað um peningalyktina sem þaðan barst. Það er því kannski við hæfi að þarna rísi nú banki – lyktalaus þó með öllu.“

Mynd: Tölvugerð mynd af nýjum banka Glitnis í Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024