Gleymdi myndavél í dökkum jeppa
Útlendur námsmaður sem var að ferðast um Suðurnes á puttanum á þriðjudag á leið í Grindavík tilkynnti að hann hafi gleymt myndavél sinni er hann fór úr bifreið sem hann hafði verið tekinn upp í. Bifreiðin hafi verið jeppabifreið dökk að lit. Myndavélin er af gerðinni Nikon 3200 digital og er hún í svartri tösku. Viðkomandi er beðinn að koma myndavélinni til lögreglunnar í Keflavík.