Glerbrotum rignir yfir Hringbraut
Á fimmta tímanum í dag var tilkynnt um að gler hafði fallið af bílkerru á Hringbraut í Keflavík. Í ljós kom að töluvert glerbrot var á akbrautinni rétt norðan við Sparkaup. Ökumaður bílkerrunnar fannst skömmu síðar við sorpeyðingarstöðina Kölku þar sem hann var að losa það sem eftir var af glerinu í sorpgám. Honum hafði láðst að ganga almennilega frá farmi sínum og veittu lögreglumenn honum aðstoð við að hreinsa glerbrotin upp af akbrautinni. Maðurinn má búast við að fá sekt vegna málsins.
Myndin tengist málinu á engan hátt.