Gleraugu fundust - hugsanlega í eigu framsóknarmanns
Þessi gleraugu fundust í Reykjanesbæ á dögunum. Þau voru í gráu gleraugnahulstri og í hulstrinu var nafnspjald lögfræðings sem var á fundi Framsóknarmanna á Flughóteli þann 21. febrúar sl.
Nú er stóra spurningin hvort einhverstaðar þarna úti sé gleraugnalaus framsóknarmaður. Þeir sem kannast við gleraugun geta vitjað þeirra á skrifstofu Víkurfrétta.