Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gleðilegt sumar
Fimmtudagur 24. apríl 2003 kl. 11:16

Gleðilegt sumar

Nú er sumardagurinn fyrsti runninn upp og munu landsmenn víða um land fagna þessum fyrsta degi sumarsins. Í dag hefst Frístundahelgi í Reykjanesbæ og stendur fram á sunnudag. Skátar standa fyrir skrúðgöngum til að fagna sumri og í Keflavík er mæting klukkan tíu í skátahús. Lagt verður af stað klukkan 10.30. Í Sandgerði er mæting klukkan 13 í skátahúsið að Suðurgötu 10 og hefst gangan klukkan 13.30. Klukkan 15:30 verður myndlistarsýning á veitingastaðnum Ránni til styrktar Fæðingardeild Suðurnesja. Fjölmargir myndlistarmenn á Suðurnesjum gáfu myndir sínar og verða þær seldar á vægu verði. Einnig verður boðið upp á brúðuleikhús, söng og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Um kvöldið verður svo haldið harmonikkuball á Ránni. Án efa munu flestir finna eitthvað við sitt hæfi á Frístundahelginni, en það eru Tómstundabandalag Reykjanesbæjar, Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, skólar og félagsmiðstöðvar, Björgunarsveit Suðurnesja, skátafélögin Heiðabúar og Víkverkjar auk fyrirtækja í Reykjanesbæ sem standa að helginni. Víkurfréttir óska íbúum Suðurnesja gleðilegs sumars.

VF-ljósmynd: Páll Ketilsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024