Gleðilega páska!
Einmuna veðurblíða hefur glatt okkur sem ekki hafa yfirgefið Suðurnes um páskana. Fjölmargir eru hins vegar út úr bænum í sumarbústöðum í Borgarfirði eða á Suðurlandi.Fámennt var við páskamessu hjá séra Sigfúsi B. Ingvasyni í Keflavíkurkirkju í dag. Ef ekki hafði verið skírn við messuna hefðu kirkjugestir verið færri en kór og annað starfslið kirkjunnar.Starfsfólk Víkurfrétta sendir lesendum netútgáfunnar bestu óskir um gleðilega páska!