Gleði Hafnamanna skammvinn: Hundarnir komnir aftur!
Hundarnir sem lögreglan í Keflavík fjarlægði úr Höfnum með aðstoð hundaeftirlitsmanna eftir hádegi í gær eru aftur komnir í Hafnirnar eftir skamma dvöl á hundahóteli. Eigandinn leysti þá út undir kvöld og lögreglunni var falið að koma dýrunum til skila.Hundarnir halda til við Junkaragerði í Höfnum, en að sögn Karls Hermannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, er eigandi þeirra búsettur í Reykjavík. Hundarnir hafa ekki verið í girðingu og því átt greiða leið til Hafna, þar sem bæjarbúar hafa haft litla ánægju af heimsóknum hundanna og eru margir hverjir skelfdir vegna þeirra. Fjölmargar kvartanir hafa borist til fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar og einnig hefur fólk hringt á lögreglustöðina í Keflavík og kvartað undan lausagöngu þeirra.
Einn hundanna mun, samkvæmt lögreglunni í Keflavík, hafa bitið í úlpu barns í Höfnum nýverið. Barnið var að vonum hrætt og atvikið tilkynnt til lögreglu.
Nú munu hundarnir vera komnir aftur suður í Hafnir og tíminn einn verður að leiða í ljós hvort þeir hætti að ónáða bæjarbúa, eða hvort hundaeftirliðið og lögreglan verði send enn og aftur eftir hundunum sex, sem munu vera óskráðir og mega alls ekki ganga lausir.
Einn hundanna mun, samkvæmt lögreglunni í Keflavík, hafa bitið í úlpu barns í Höfnum nýverið. Barnið var að vonum hrætt og atvikið tilkynnt til lögreglu.
Nú munu hundarnir vera komnir aftur suður í Hafnir og tíminn einn verður að leiða í ljós hvort þeir hætti að ónáða bæjarbúa, eða hvort hundaeftirliðið og lögreglan verði send enn og aftur eftir hundunum sex, sem munu vera óskráðir og mega alls ekki ganga lausir.