Gleði, gaman, söngur og spjall
Það var stöðug traffík, gleði, gaman, söngur og spjall í opnun kosningamiðstöðvar Samfylkingarinnar og óháðra á Hafnargötu 25 á föstudaginn.
Friðjón oddviti blés baráttuanda í brjóst, eplið og jarðaberið úr Ávaxtakörfunni skemmtu gestum á öllum aldri og Davíð Þór og Brynjar léku létt lög.
Oddný þingmaður kom færandi hendi og færði framboðinu uglu að gjöf. Gjöfin vísar til félags Ungra jafnaðarmanna á Suðrnesjum sem heitir Ugla og minnir á að framtíðin er unga fólksins.
Fjölmargir gestir nýttu sér tækifærið og ræddu við frambjóðendur um stefnumálin, um það hvernig við getum saman mótað samfélag grundvallað á jöfnuði, lýðræði, ábyrgð og gegnsæi með fjölskylduna í fyrirrúmi.
Opið verður alla daga fram til kosninga í kosningamiðstöðinni Hafnargötu 25, virka daga til kl. 22.00.
Hugmyndaveggur, fótboltaspil, barnahorn og glaðlyndir frambjóðendur með heitt á könnunni.
Hugmyndaveggur, fótboltaspil, barnahorn og glaðlyndir frambjóðendur með heitt á könnunni.
Verið velkomin!
Nánari upplýsingar og stöku skemmtilegheit má finna hér https://www.facebook.com/xsreykjanesbaer
Samfylkingin og óháðir