Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Glatt á hjalla í Þórkötlustaðarétt
Mánudagur 19. september 2005 kl. 17:45

Glatt á hjalla í Þórkötlustaðarétt

Um þarsíðustu helgi fóru fram göngur og réttir Grindvíkinga. Slæmt veður á laugardeginum varð til þess að ekki náðist allt fé af fjalli og því ljóst að fara verður aftur. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Þórkötlustaðarétt á sunnudeginum, og var það álit þeirra sem best þekkja að sjaldan hafi komið þar fleira fólk. Þar á meðal var Þorsteinn G. Kristjánsson, fréttaritari Víkurfrétta í Grindavík, og tók hann fjölda mynda sem nú má nálgast í myndagallerýi hér efst á síðunni undir fyrirsögninni Réttir 2005 Grindavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024