Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Glannaskapur og ölvun í umferðinni
Sunnudagur 1. október 2006 kl. 21:48

Glannaskapur og ölvun í umferðinni

Lögreglan í Keflavík kærði í dag einn ökumann fyrir að aka á 139 km. hraða á Reykjanesbraut, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. á klst. Ómögulegt er að sjá hvað þessum ökumanni gekk til en hann fær vonandi viðeigandi refsingu frá hinu opinbera.

Þá var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur. Annars var rólegt hjá keflvískum lögreglumönnum í haustblíðunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024