Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Glannalegur framúrakstur á Reykjanesbraut undir áhrifum áfengis
Laugardagur 8. október 2005 kl. 20:25

Glannalegur framúrakstur á Reykjanesbraut undir áhrifum áfengis

Einn ökumaður var stöðvaður í Keflavík í dag eftir of hraðan og glannalegan framúrakstur á Reykjanesbraut. Er verð var að ræða við ökumanninn þá kom í ljós að hann var undir áhrifum áfengis.

Á dagvaktinni hjá lögreglunni í Keflavík voru tveir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut var mældur hraði 124 km þar sem leyfður er 90 km. hraði.

Á Njarðarbraut var mældur hraði 73 km þar sem hraði er leyfður 50 km.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024