Glæsilegustu leigubílnum landsins stefnt að Leifsstöð í dag
Það stóð mikið til utan við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag. Þangað var búið að smala öllum glæsilegustu leigubílum landsins. Svartir og silfurlitaðir Benz og BMW fylltu bílastæði við flugstöðina og biðu þar eftir farþegum. Eftir því sem næst verður komist voru bílarnir pantaðir hjá leigubílastöðinni Hreyfli og viðskiptavinurinn var Glitnir.
Í þann mund sem tilkynnt var að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks héldi ekki áfram störfum streymdu svo út á bílastæðið við Leifsstöð bankastjórar og annað bankafólk sem síðan var ekið með hraði til Reykjavíkur.
Heimildir Víkrufrétta herma að svipuð staða hafi verið á Reykjavíkurflugvelli þar sem gestir Glitnis hafi mætt á einkaþotum sínum.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
.