Glæsilegur árangur Bjarkar á haustönn 2017
Björk Gunnarsdóttir er dúx Fjölbrautaskóla Suðurnesja á haustönn en útskrift frá FS fór fram 20. des. sl. Björk stóð sig frábærlega og kláraði stúdent á tveimur og hálfu ári og fékk 9,5 í meðaleiknunn, sannarlega glæsilegt hjá 18 ára stúlkunni. Sextíu og sex nemendur; 51 stúdent, einn af starfsbraut, átta úr verknámi og tíu úr starfsnámi útskrifuðust frá haustönn 20. des. sl. Nokkrir þeirra útskrifuðust af tveimur brautum. Konur voru 39 og karlar voru 27. Alls komu 45 úr Reykjanesbæ, sjö úr Grindavík, fjórir úr Garði og einn úr Vogum. Þá komu fjórir úr Vestmannaeyjum, tveir úr Kópavogi og einn nemandi frá Hafnarfirði, Neskaupstað og Patreksfirði.
Dagskráin útskriftar FS var með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskólameistari flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Ísabella Ögn Þorsteinsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Guðmundur Grétar Karlsson kennari flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Að venju fluttu nemendur skólans tónlist við athöfnina en Þórhildur Alda Reynisdóttir nýstúdent lék á píanó. Þá flutti söngsveitin Drengjabandið tvö lög undir stjórn Gunnlaugs Sigurðssonar stærðfræðikennara. Drengjabandið er hópur kennara og starfsmanna sem hittist reglulega og syngur saman. Hópurinn hefur undanfarin ár sungið við ýmsar uppákomur í skólanum við góðan orðstír.
Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Kormákur Andri Þórsson fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda, Hilmir Kristjánsson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í spænsku og Ísabella Ögn Þorsteinsdóttir fyrir efnafræði. Ivana Lukic fékk viðurkenningu fyrir viðskipta- og hagfræði og einnig fyrir bókfærslu og Dagur Funi Brynjarsson fyrir félagsfræði og bókfærslu. Guðný Eva Birgisdóttir og Írena Sól Jónsdóttir fengu báðar viðurkenningar frá skólanum fyrir árangur sinn í spænsku og stærðfræði og þær fengu einnig gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Birta Eik Óskarsdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í viðskiptafræði annars vegar og hagfræði hins vegar og hún fékk einnig gjöf frá skólanum fyrir störf í þágu nemenda. Marinó Axel Helgason fékk verðlaun fyrir árangur sinn í spænsku og viðskiptafræði og viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda skólans. Elva Björg Elvarsdóttir fékk viðurkenningar fyrir uppeldis- og sálarfræði, sögu og spænsku og hún fékk einnig viðurkenningu frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í samfélagsgreinum. Nína Karen Víðisdóttir fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir árangur sinn í efnafræði og stærðfræði og hún fékk einnig gjöf frá Íslenska stærðfræðafélaginu fyrir góðan árangur í stærðfræði og viðurkenningu frá Verkfræðistofu Suðurnesja, einnig fyrir stærðfræði. Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í viðskiptafræði, hagfræði, spænsku og stærðfræði og hún fékk einnig gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði. Guðmundur Marinó Jónsson fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir efnafræði, spænsku, stærðfræði og líffræði og hann fékk einnig gjafir frá Íslenska stærðfræðafélaginu og Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði.
Björk Gunnarsdóttir fékk viðurkenningar fyrir árangur sinn í spænsku, efnafræði, náttúrufræði, eðlisfræði og stærðfræði. Björk fékk einnig viðurkenningar frá Landsbankanum, Íslenska stærðfræðafélaginu og Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði, verðlaun frá Landsbankanum fyrir íslensku og frá Þekkingarsetri Suðurnesja fyrir náttúrufræði. Þá fékk hún gjöf frá Háskólanum í Reykjavík fyrir góðan árangur í raungreinum. Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti 100.000 kr. námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Björk Gunnarsdóttir styrkinn. Björk hlaut einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.
Ragnheiður Gunnarsdóttir afhenti við athöfnina styrki úr styrktarsjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóðurinn var stofnaður af Kaupfélagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra og fyrsta formanni skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Tilgangur sjóðsins er að efla og auka veg skólans með því að styrkja nemendur skólans til náms, að styðja við starfsemi sem eflir og styrkir félagsþroska nemenda og að veita útskriftarnemendum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í námi og starfi. Þær Brynja Ósk Gunnlaugsdóttir, Elma Rún Kristinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir og Hafdís Hulda Garðarsdóttir fengu allar 25.000 kr. styrk fyrir góða frammistöðu í tjáningu og ræðumennsku.
Brynja Ósk Gunnlaugsdóttir, Elma Rún Kristinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir og Hafdís Hulda Garðarsdóttir fengu allar 25.000 kr. styrk fyrir góða frammistöðu í tjáningu og ræðumennsku.
Ísabella Ögn Þorsteinsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra.
Kristján Ásmundsson, skólameistari FS ávarpaði útskriftarnemendur.
Sunna Gunnarsdóttir var kynnir á útskriftinni.
Guðmundur Grétar Karlsson kennari flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks.
Björk með foreldrum sínum, Gunnari Stefánssyni, Guðlaugu Pálsdóttur og Lilja Rós systur sinni.