Glæsilegt hesthúsahverfi væntanlegt í Grindavík
Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti á síðasta fundi sínum deiliskipulagstillögu að nýju og glæsilegu hesthúsahverfi í Grindavík við Grenhól.
Skipulagstillagan þykir mjög metnaðarfull og gerir ráð fyrir að í framtíðinni verði möguleiki á að halda kynbótasýningar og Íslandsmót í Grindavík.
Á heimasíðu bæjarins segir að mjög fjölbreytt úrval verði af hesthúsastærðum og einstakt útsýni yfir Grindavík og út á Reykjanes verði úr kaffistofunum.
Síðan verða ræktuð upp beitarhólf fyrir aftan meirihluta hesthúsanna og er gert ráð fyrir skógrækt á svæðinu. Svæðið verður í góðri fjarlægð frá næstu íbúðarbyggð sem og fyrirhuguðum íbúasvæðum og stutt er í frábærar reiðleiðir allt um kring í stórbrotinni náttúru.
H: www.grindavik.is
Vf-mynd/elg: Hestamenn koma ríðandi til kjörfundar í sveitarstjórnarkosningum í Grindavík