Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Glæsilegir brimvarnargarðar í Grindavík
Föstudagur 27. september 2002 kl. 08:49

Glæsilegir brimvarnargarðar í Grindavík

Lokið er vinnu við lagningu tæplega 600 metra langra brimvarnagarða við innsiglinguna í Grindavíkurhöfn. Verkinu lýkur mánuði á undan áætlun. Hafnarmálastofnun og Grindavíkurbær standa að byggingu garðanna, en þeir liggja beggja vegna innsiglingarinnar. Tilgangur garðanna er að auka öryggi sjófarenda og skapa kyrrð í höfninni. Verktakafyrirtækið Suðurverk ehf. hefur unnið að framkvæmdunum og hófst vinna við garðana síðasta haust. Í uppbyggingu garðanna er notað misstórt grjót og eru stærstu hnullungarnir um 30 tonn að þyngd. Í garðana fóru um 170 þúsund rúmmetrar af grjóti og öðru efni og kostar verkið um 160 milljónir króna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024