Glæsilegasta flugeldasýning Íslandssögunnar
Flugeldasýning Sparisjóðsins í Keflavík, sem haldin var á hápunkti Ljósanætur 2005, á laugardagskvöld er að margra mati glæsilegasta flugeldasýning Íslandssögunnar. Leita þarf út fyrir landssteinana eftir annarri eins sýningu en umsjón og skipulagning sýningarinnar var í höndum Björgunarsveitarinnar Suðurnes.
Sýningin hefur aldrei verið eins stór og í ár og að sögn Gunnars Stefánssonar hjá Björgunarsveitinni Suðurnes, þá hafa flugeldameistarar sveitarinnar verið að þróa sýningu sem þessa í þrjú ár. M.a. hafa menn lært að meðhöndla eldsprengingar. Aðstandendur flugeldasýningarinnar sverja af sér að Hollywood-brellukarlar hafi ráðið úrslitum um það hvernig sýningin heppnaðist, frekar hafi menn viljað sýna Hollywood-mönnum hvernig Íslendingar meðhöndla flugelda.
Mynd: Frá flugeldasýningunni á laugardagskvöldið.
Sýningin hefur aldrei verið eins stór og í ár og að sögn Gunnars Stefánssonar hjá Björgunarsveitinni Suðurnes, þá hafa flugeldameistarar sveitarinnar verið að þróa sýningu sem þessa í þrjú ár. M.a. hafa menn lært að meðhöndla eldsprengingar. Aðstandendur flugeldasýningarinnar sverja af sér að Hollywood-brellukarlar hafi ráðið úrslitum um það hvernig sýningin heppnaðist, frekar hafi menn viljað sýna Hollywood-mönnum hvernig Íslendingar meðhöndla flugelda.
Mynd: Frá flugeldasýningunni á laugardagskvöldið.