Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Glæsileg viðbygging með torfþaki við FS
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 17. september 2021 kl. 07:26

Glæsileg viðbygging með torfþaki við FS

– tekin í notkun í haustönn. Kostnaður hækkaði í byggingaferlinu og endaði á sveitarfélögunum

Glæsileg 300 fermtra viðbygging við Fjölbrautaskóla Suðurnesja var formlega tekin í notkun í haust. Byggingin tengir saman nýjasta og elsta hluta skólahússins en þar er margs konar aðstaða fyrir nemendur.

Að sögn Guðlaugar Pálsdóttur, starfandi skólameistara er með viðbyggingunni langþráður draumur að rætast en lengi hefur verið rætt um að koma upp aðstöðu sem nemendur geta nýtt milli kennslustunda en í byggingunni er einnig skrifstofa nemendafélags skólans. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rúnar Júlíusson, formaður Nemendafélags FS segir að viðtökurnar við viðbyggingunni hafi verið afar góðar hjá nemendum sem nýta hana mjög vel á margvíslegan hátt. Þá sé komin góð aðstaða fyrir nemendafélagið.

Einar Jón Pálsson, formaður bygginganefndar viðbyggingarinnar greindi frá tilurð framkvæmdarinnar en hugmyndin var fyrst reifuð fyrir sautján árum síðar. Árið 2012 var fyrst sótt formlega um til ráðuneytis og stefnt að vígslu á 40 ára afmæli skólans 2016 en það gekk ekki eftir. Eftir margar greiningar og athuganir frá tveimur ráðuneytum og aðilum innan ríkiskerfisins var skrifað undir samning um verkið milli Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og ríkisins árið 2019. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 123 milljónir króna. Um var að ræða 300 m2 áfanga, viðbyggingu og 40 m2 aðlögun eldra rýmis er tengdi viðbygginguna við gamla skólahúsið. Kostnaðarskiptin var á þann veg að ríkið skyldi greiða 60% en sveitarfélögin á Suðurnesjum 40%. Samið var við JeES arkitekta um hönnun á byggingunni en leitast var um að hafa bygginguna einfalda og ódýra í byggingu án þess að vera „ódýr kassi“ við eldra hús, eins og kom fram í máli formanns bygginganefndar við formlega opnun. Þá kom Verkfræðistofa Suðurnesja að nokkrum þáttum í undirbúningsferlinu og eftir útboð var Húsagerðin hf. lægstbjóðandi í smíði byggingarinnar.

„Það er mat nefndarmanna í byggingarnefnd að hönnun hafi tekist mjög vel og vel tekist til að gera stækkunina nútímalega með eigin stíl, áberandi kennileiti, en samt ekki á kostnað hinnar gömlu byggingar. Byggingin er stálgrindarhús með sjálfberandi yleiningum og gleri í veggjum og á þakinu er úthagatorf, sem gerir mikið fyrir útsýnið úr eldra húsi þar sem horft er nú niður á fall-egt gras en ekki „kalt þak“, sagði Einar Jón í vígsluathöfninni en ræddi líka um hvernig heildarkostnaður hækkaði af ýmsum ástæðum.

„Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er um 169 millj. kr. og því má segja að í raun hefur skipting þessa kostnaðar orðið sá að það eru sveitarfélögin sem hafa greitt um 60% og ríkið um 40% en ekki öfugt eins og gert hafði verið ráð fyrir. Ljóst er að nauðsynlegt er að endurskoða fjármögnunarhluta svona byggingar því frá kostnaðaráætlun frumathugunar er langur vegur og margt sem hefur áhrif á kostnað, má þar nefna vísitölu og hækkun á aðföngum sem ekki er tekið tillit til. Ekki má gleyma því hér að skólinn sjálfur hefur borið kostnaðinn að þessum glæsilegu húsgögnum sem hér eru í sal,“ sagði Einar Jón.

Nauðsynlegt að stækka skólann

Í ræðu Einars Jóns Pálssonar, formanns byggingarnefndar kom fram að huga þurfi að stækkun skólans en verknámsaðstaða er alltof lítil en fyrir liggur þarfagreiningarskýrsla um stöðu verknáms við FS.

„Megin niðurstöður þeirrar þarfagreiningar eru þær að í dag er verknámsaðstaða FS um 7 fermetrar á hvern nemenda í verknámi en almennt er miðað við að 15 fermetra þurfi fyrir hvern verknámsnemanda og er það sá fermetrafjöldi sem m.a. er notaður við forsendur fjárlagagerðar.

Til þess að ná þeim stærðarviðmiðum þyrfti að stækka verknámsaðstöðu skólans um tæplega 1000 fermetra miðað við núverandi nemendafjölda en horft til næstu tíu ára þyrfti sú stækkun að vera á bilinu 1600-1700 fermetrar til að mæta áætlunum um fjölgun nemenda á sama tíma.

Í byrjun þessa árs samþykkti þáverandi skólanefnd að senda erindi til MMR og óska eftir stækkun á verknámsaðstöðu og er það erindi nú til meðferðar hjá ráðuneytinu.

Ég vil því biðja þá sem það geta að leggja okkur lið við að koma þessu verkefni í þann farveg að við getum sem fyrst stækkað skólann til að standast nútíma kröfum og auka verknámskennslu enn frekar,“ sagði formaðurinn sem þakkaði þeim sem komu að framkvæmdum viðbyggingarinnar, ekki síst sveitarfélögunum en án þeirra hefði þetta aldrei tekist.

Nauðsynlegt að stækka skólann

Í ræðu Einars Jóns Pálssonar, formanns byggingarnefndar kom fram að huga þurfi að stækkun skólans en verknámsaðstaða er alltof lítil en fyrir liggur þarfagreiningarskýrsla um stöðu verknáms við FS.

„Megin niðurstöður þeirrar þarfagreiningar eru þær að í dag er verknámsaðstaða FS um 7 fermetrar á hvern nemenda í verknámi en almennt er miðað við að 15 fermetra þurfi fyrir hvern verknámsnemanda og er það sá fermetrafjöldi sem m.a. er notaður við forsendur fjárlagagerðar.

Til þess að ná þeim stærðarviðmiðum þyrfti að stækka verknámsaðstöðu skólans um tæplega 1000 fermetra miðað við núverandi nemendafjölda en horft til næstu tíu ára þyrfti sú stækkun að vera á bilinu 1600-1700 fermetrar til að mæta áætlunum um fjölgun nemenda á sama tíma.

Í byrjun þessa árs samþykkti þáverandi skólanefnd að senda erindi til MMR og óska eftir stækkun á verknámsaðstöðu og er það erindi nú til meðferðar hjá ráðuneytinu.

Ég vil því biðja þá sem það geta að leggja okkur lið við að koma þessu verkefni í þann farveg að við getum sem fyrst stækkað skólann til að standast nútíma kröfum og auka verknámskennslu enn frekar,“ sagði formaðurinn sem þakkaði þeim sem komu að framkvæmdum viðbyggingarinnar, ekki síst sveitarfélögunum en án þeirra hefði þetta aldrei tekist.

Fleiri myndir og myndskeið fylgja fréttinni.

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, og skólameistarar FS frá upphafi að undanskildum Jóni Böðvarssyni sem er látinn og Oddnýju G. Harðardóttur, f.v. Óli Jón Arnbjörnsson, Hjálmar Árnason, Ægir Sigurðsson, Kristján P. Ásmundsson og Guðlaug Pálsdóttir.



Byggingarnefndin, f.v.: Guðmundur Björnsson, EinarJón Pálsson, formaður, Böðvar Jónsson og Kristján P. Ásmundsson, skólameistari.

Stjórn Nemdafélags FS leit við í opnuninni og er hér á spjalli við frambjóðendur.

Ný viðbygging við FS 2021