Glæsileg sundaðstaða í Reykjanesbæ
Í Sundmiðstöðinni í Keflavík er 25m laug, sérstök barnalaug, 4 heitir pottar, eimgufubað, buslupottur fyrir börnin og vatnsrennibraut. Þá eru einkaklefar bæði í kvenna- og karlaklefanum, en það er nokkuð sem ekki margar sundlaugar geta státað af. Hann er bæði hugsaður fyrir fatlaða og aðstoðarfólk og svo bara hvern sem er sem vill klæða sig í næði. Sundmiðstöðin í Keflavík verður opinfrá 1. júní -1. september sem hér segir:mánud-föstud. kl. 06:45-21:00 laugard-sunnud kl. 09:00-18:00.Sundlaug Njarðvíkur er 12,5m löng innisundlaug, með tveimur heitum pottum, utandyra, en einnig er þar ljósabekkur.Opnunartímar sundlaugarinnarfrá 1. júní - 1. september er þannig:mánud-föstud.kl. 07:00-09:00 og 15:00-21:00laugard-sunnud. kl. 09:00-13:00Það sem gerir helgaropnunina svolítið sérstaka, er að laugin verður hituð upp í “ungbarnahitastig” svo það er þægilegt að koma með yngstu börnin á þeim tíma. Á sama tíma og sundlaugin er opin er hægt að fara í þreksalinn sem er að verða mjög vel tækjum búinn.