Byko - 31 ágúst
Byko - 31 ágúst

Fréttir

Glæsileg flugsýning á laugardag
Fimmtudagur 2. september 2004 kl. 16:57

Glæsileg flugsýning á laugardag

Á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem fram fer dagana 2. - 5. september verður boðið upp á viðamikla flugsýningu sem verður einn af hápunktum hátíðarinnar.
Á hátíðinni sem haldin er ár hvert er boðið upp á ýmsar nýjungar og var ákveðið að bjóða til flugsýningar að þessu sinni.
Flugsýningin mun fara fram í Reykjanesbæ, við minnismerki sjómanna laugardaginn 4. september og hefst hún kl. 13:00 og stendur til 15:00.
Undirbúningur hefur verið töluverður en unnið hefur verið að sýningunni frá því í vor. Boðið verður upp á fjölda atriða og má þar nefna listflug, fisflug, þyrluflug, fallhlífarstökk, módelflug og karamellukast. Eftir flugsýninguna verða fisflugvélar til sýnis á flugmódelvellinum við Gróf.
Verkefnastjóri flugsýningarinnar er Tyrfingur Þorsteinsson.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25