Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Glæsileg flugeldasýning og metaðsókn að Ljósanótt
Sunnudagur 7. september 2008 kl. 00:20

Glæsileg flugeldasýning og metaðsókn að Ljósanótt



Flugeldasýningin á Berginu í kvöld er sú glæsilegasta sem verið hefur á Ljósanótt til þessa. Veður til að skjóta upp flugeldum var einnig ákjósanlegt og vindáttin þannig að reykur frá flugeldasprengingum hafði ekki áhrif á sýninguna.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ótrúlegur mannfjöldi var saman kominn á hátíðarsvæðinu á bakkanum milli Hafnargötu og Ægisgötu nú í kvöld. Umtalsvert fleiri voru á Ljósanótt í kvöld en á síðasta ári þegar mannfjöldasérfræðingar áætluðu að um 40.000 manns hafi verið á hátíðarsvæðinu þegar flugeldasýningin fór fram. Ásmundur Friðriksson, verkefnisstjóri Ljósanætur, sagðist treysta sér til að standa við töluna 50.000 manns, þegar Víkurfréttir höfðu tal af honum nú á miðnætti.

Ljósanótt hefur svo sannarlega stimplað sig inn sem veglegasta bæjarhátíð á landinu með þéttri dagskrá frá fimmtudegi til sunnudagskvölds.


Tröllin úr Eyjum settu svip á hátíðarsvæðið skömmu fyrir flugeldasýningu og stálu senunni af Bubba Morthens og EGÓ sem höfðu haldið uppi fjörinu fram að sýningu. Tröllin tóku síðan þátt í fjörinu eftir flugeldasýninguna en þá sló hljómsveitin Buff upp stórdansleik á hátíðarsvæðinu. Ákveðið var að fá hljósveit til að spila að lokinni flugeldasýningu til að jafna streymið í burtu af svæðinu, enda gekk umferðin vel fyrir sig og umferðarhnútar sem mynduðust í fyrra voru sáralitlir núna.


Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson