Glæsileg flugeldasýning í Sandgerði
Sandgerðisdagar náðu hámarki í gærkvöldi þegar efnt var til mikillar flugeldasýningar á hafnarbakkanum í Sandgerði. Skotið var upp flugeldum og sprengjum í ómældu magni við mikinn fögnuð áhorfenda. Flugeldasýningin fór reyndar á eitthvað flakk, en upphaf sýningarinnar tafðist í um þrjú korter, en skyndilega birtist dráttarvél full af tívolíbombum á hátíðarsvæðinu og þá var hægt að slökkva ljósin í staurunum og hefja ljósadýrðina á himnum. Sýningin bætti alveg upp töfina og haft var á orði að glæsilegri flugeldasýning hafi ekki verið haldin í Sandgerði.
VF-ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson