Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 16. janúar 2001 kl. 11:15

Glæsileg Antonov 2 í Keflavík

Antonov 2 tvíþekja hafði sólarhrings viðdvöl í Keflavík og fór af landi brott í morgun.Vélin kom hingað frá Bergen í Noregi en ferðalagið hófst í Lettlandi. Héðan fer vélin til Syðri Straumfjarðar á Grænlandi og þaðan til áfangastaðar í Bandaríkjunum þar sem vélin verður notuð til að úða skordýraeitri á akra.
Hjá Suðurflugi í Keflavík, sem afgreiddi vélina, eyðir vélin 100 lítrum af eldsneyti á klukkustund en flugið frá Bergen til Keflavíkur tók níu og hálfan tíma.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024