Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Glænýjar Víkurfréttir komnar á vefinn
Fimmtudagur 25. ágúst 2016 kl. 10:30

Glænýjar Víkurfréttir komnar á vefinn

Víkurfréttir þessarar viku eru komnar úr prentun og á leið inn um bréfalúgur á Suðurnesjum. Rafræna útgáfu má nálgast hér fyrir neðan. Fjallað er um Reykjanesið sem áfangastað ferðamanna en þeim hefur fjölgað á svæðinu eins og annars staðar um landið. Sandgerðisdagar standa nú yfir og í blaðinu er fjallað um viðureign Norður- og Suðurbæjar í fótbolta, kraftlyftingakeppnina Bóndabeygjuna, listasýningu Kolbrúnar Vídalín og rætt við Garðar Garðarsson sem gert hefur upp 75 ára gamla beitningaskúra við Vitatorg. Þá er viðtal við Sandgerðinginn Jónínu Hansen sem verið hefur á sjó í mörg ár. Þetta og ýmislegt fleira áhugavert í Víkurfréttum. 

 

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024