Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Glæný Airbus A321ceo flugvél WOW air komin
Myndin var tekin rétt áður en vélin fór frá Hamborg til Íslands. Einar Valur Bárðarson flugstjóri, Már Þórarinsson tæknistjóri og Reynald Hinriksson flugmaður.
Þriðjudagur 24. apríl 2018 kl. 14:34

Glæný Airbus A321ceo flugvél WOW air komin

Nýjasta vél WOW air lenti í morgun á Keflavíkurflugvelli en um er að ræða glænýja Airbus A321ceo og tók hún hringflug yfir Reykjavík í hádeginu. Flugvélin kemur beint frá verksmiðju Airbus í Hamborg og verður strax notuð í áætlunarflug. Vélin ber skráningarnúmerið TF-DOG en með heitinu heldur WOW air áfram að vísa til fjölskyldunnar enda er hundurinn jafnan sagður besti vinur mannsins og ómissandi á mörgum heimilum.

Í vélinni eru 208 sæti og og þar af átta svokölluð „Big Seat“ sem eru breiðari sæti með meira sætabili.  Vélin kemur til með að fljúga innan Evrópu og til Bandaríkjanna. Þetta er nítjánda vél WOW air en fyrir lok árs 2018 mun floti WOW air samanstanda af 24 nýjum Airbus flugvélum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við tökum spennt á móti þessari nýju viðbót í flota WOW air. Það er ánægjulegt að geta boðið farþegum okkar upp á nýjasta flugflotann á Íslandi og á sama tíma haldið áfram að lækka flugverð,“ segir Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.

Wow vélin á Keflavíkurflugvelli. Ljósm. Friðrik Friðriksson.