Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 27. ágúst 1999 kl. 20:49

GJORBY KAUPIR OK

Samningar hafa tekist milli stjórnar Gjorby margmiðlunar og OK samskipta ehf. um kaup fyrirtækisins á því síðarnefnda. Að sögn Georgs Brynjarssonar, framkvæmdastjóra Gjorby margmiðlunar, eru kaupin liður í stækun á internetþjónustu Gjorby margmiðlunar, en sú þjónusta hefur hingað til aðeins veitt fyrirtækjum og stofnunum Internetsambönd. Georg segir rekstur Gjorby hafa gengið vonum framar og kaupin á OK samskiptum séu aðeins eitt skref af mörgum í að auka þjónustuna. Með kaupunum á OK samskiptum eigi að vera hægt að veita enn víðtækari og betri þjónustu. Dæmi um þjónustu sem lögð verður áhersla á eru þráðlaus Internetsambönd, ISDN tengingar á einkalínum, öflugar einstaklingstengingar og vistun á heimasíðum. Nýverið var heildsölusamband Gjorby Internet stækkað í 2 MBit/sek. sem er sextánföld aukning frá þvi sem áður var og er fyrirtækið því vel í stakk búið til að taka við öllum viðskiptum frá OK samskiptum. Allur tækjabúnaður Gjorby Internet er nýr og af bestu gerð og mun tækjabúnaður OK samskipta ekki verða notaður hjá Gjorby Internet. Reiknað er með að rekstri OK samskipta verði hætt fyrir 1. október og mun Gjorby þá alfarið taka yfir reksturinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024