Gjöldin lækkuð í Grindavík
Tillaga verður lögð fram á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur í næstu viku um að lækka fasteignagjöld um 16-20%, þannig að gjöldin verði þau sömu og á síðasta ári eða lægri, þrátt fyrir hækkun fasteignamats húsa.
Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir í Morgunblaðinu í dag, bagalegt að vita ekki um fasteignamat þegar fasteignaskattar séu ákveðnir við gerð fjárhagsáætlunar. Mat fasteigna í Grindavík hækkaði um 12% um áramót.
Að sögn bæjarstjórans verður lagt til að fasteignaskattur, vatnsgjald, fráveitugjald og lóðarleiga lækki, bæði á íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Breytingarnar verði þó aðeins mismunandi eftir gjöldum, eða 16-20%.
Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir í Morgunblaðinu í dag, bagalegt að vita ekki um fasteignamat þegar fasteignaskattar séu ákveðnir við gerð fjárhagsáætlunar. Mat fasteigna í Grindavík hækkaði um 12% um áramót.
Að sögn bæjarstjórans verður lagt til að fasteignaskattur, vatnsgjald, fráveitugjald og lóðarleiga lækki, bæði á íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Breytingarnar verði þó aðeins mismunandi eftir gjöldum, eða 16-20%.