GJÖLD SKJÓLSTÆÐINGA Í SAMRÆMI VIÐ BÓTAGREIÐSLUR
Jóhann Geirdal (J) lagði fram bókun á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar s.l. þriðjudag þess efnis að skjólstæðingar Fjölskyldu- og félagsmálaráðs greiði fyrir þjónustu í samræmi við tekjubreytingar sínar, t.d. bótagreiðslur. Í núverandi reglum er miðað við kauptaxta Verkalýðs- og Sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Tillagan var samþykkt með 9 atkvæðum en Kjartan Már Kjartansson (B) og Gunnar Oddsson (D) sátu hjá.