Gjöld lækka í Grindavík
Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi sínum í síðustu viku að lækka hlutfall lóðarleigu úr 1,6% af fasteignamati lóðar í 1,0% og lækka hlutfall fráveitugjalds íbúða skv. a-lið laga um tekjustofna sveitarfélaga úr 0,17% af fasteignamati í 0,15% af fasteignamati. Lóðarleiga af atvinnuhúsnæði skv. c-lið sömu laga mun lækka á sama hátt og íbúðarhúsnæði.
Með þessari lækkun er verið að núllstilla áhrif 15% hækkunar fasteignamats á íbúðir í Grindavík.
Áður en þessi tillaga meirihlutans var samþykkt var tillögu minnihluta, um að álagning fasteignaskatts, lóðarleigu og holræsagjalds verði lækkuð um 13% til að vega á móti hækkunum, felld.
Fulltrúar B- og F- lista sögðu í greinargerð með tillögunni að fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis í Grindavík hafi tvöfaldast á síðustu árum og sé því kominn tími til að linni.
Á fundinum var þriggja ára fjárhagsáætlun bæjarins tekin til annarar umræðu þar sem bæjarstjóri fór yfir helstu stærðir áætlunarinnar. Hún var samþykkt með fjórum atkvæðum, en þrír sátu hjá.
Með þessari lækkun er verið að núllstilla áhrif 15% hækkunar fasteignamats á íbúðir í Grindavík.
Áður en þessi tillaga meirihlutans var samþykkt var tillögu minnihluta, um að álagning fasteignaskatts, lóðarleigu og holræsagjalds verði lækkuð um 13% til að vega á móti hækkunum, felld.
Fulltrúar B- og F- lista sögðu í greinargerð með tillögunni að fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis í Grindavík hafi tvöfaldast á síðustu árum og sé því kominn tími til að linni.
Á fundinum var þriggja ára fjárhagsáætlun bæjarins tekin til annarar umræðu þar sem bæjarstjóri fór yfir helstu stærðir áætlunarinnar. Hún var samþykkt með fjórum atkvæðum, en þrír sátu hjá.