Gjaldþrotabeiðnir jafnmargar og yfir allt árið 2000
Fjöldi gjaldþrotabeiðna á hverja 1000 íbúa í Héraðsdómi Reykjaness árið 2000 voru 7,3 sem er næst mest á landinu en með flestar gjaldþrotabeiðnir er Héraðsdómur Reykjavíkur með 8,4 beiðnir.
Eftirtalin fyrirtæki hafa verið lýst gjaldþrota að undanförnu: Lútó hf. Baugholti 25; Þristurinn, Hólagötu í Njarðvík; Skothúsið, Hafnargötu Keflavík og Víkurafl. Auk þess hafa um 8 einstaklingar verið lýstir gjaldþrota. Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsómi Reykjaness eru gjaldþrotabeiðnir á þessu ári jafnmargar og yfir allt árið 2000. Beiðnum hefur farið fjölgandi á síðustu árum en þeir náðu hámarki um 1995-1996. Fram á síðasta ár fækkaði síðan beiðnum á milli ára en árið 1999 voru gjaldþrotabeiðnir einungis 53.
Ný fyrirtæki hafa einnig verið skrá en þau eru: Málningarþjónusta S.S., eigandi Sólveig Steinunn Bjarnadóttir. Tilgangur fyrirtækisins er málningar- og viðhaldsþjónusta. Þá hafa nokkur fyrirtæki verið stofnuð sem sjá um útgerð fiskiskipa. Þau eru: Traffort ehf. Grindavík, eigandiJón Gauti Dagbjartsson; Ervik Ísland ehf. Sandgerði. Stofnandi: Ervik Havfiske A/S í Noregi og Útgerðarfélag Sandgerðis en stofnendur þess eru: Daníel Gunnarsson, Eignarhaldsfélag NFBP í Sandgerði, Ervik Ísland ehf.