Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gjaldskrá Reykjanesbæjar hækkar
Fimmtudagur 4. desember 2014 kl. 09:18

Gjaldskrá Reykjanesbæjar hækkar

Skólamáltíðir, tónlistarskóli og sund hækka

Ný gjaldskrá Reykjanesbæjar var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Í gjaldskránni kemur m.a. fram að allt það sem heitir ókeypis eða frítt fellur úr gildi með þeirri undantekningu að áfram verður ókeypis í strætó innanbæjar. Ekki er um miklar hækkanir að ræða eða um 2% að meðaltali. Stóru liðirnir hækka lítið og sem dæmi má nefna að leikskólagjöld hækka ekki. Forgangur og/eða niðurgreiðslur leikskólagjalda verður veittur til barna einstæðra foreldra og barna þar sem annað foreldri er í fullu dagnámi. Einnig verður forgangur veittur til barna sem búa við félagslega erfiðleika eða erfiðar heimilisaðstæður. Eins eiga foreldrar sem eiga barn undir leikskólaaldri og annað á leikskóla rétt á systkinaafslætti að loknu fæðingarorlofi.

Matargjald leikskóla hækkar úr 7.880 kr. í 8.120 kr. Máltíðir í grunnskóla munu nú kosta 350 krónur í stað 298 áður. Ársgjald í tónlistarskóla Reykjanesbæjar hækkar svo úr 73.500 kr. í 80.000 kr.
Börn á grunnskólaaldri eldri en tíu ára, ellilíferisþegar og öryrkjar munu ekki lengur fá frítt í sund. Báðir hópar munu framvegis þurfa að greiða 150 krónur í sund. Eins hækkar gjald fyrir fullorðna úr 400 í 550 krónur.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024