Gjafmildir Kiwanismenn í Reykjanesbæ
				
				Félagar í Kiwanisklúbbnum Keili í Reykjanesbæ fagna 30 ára afmæli klúbbsins í dag með því að opna sjóði klúbbsins og gefa gjafir. Þannig voru gefnar gjafir í dag að upphæð um 1,6 milljónir króna. Stærsta gjöfin var upp á 800.000 kr. til Þroskahjálpar á Suðurnesjum vegna þjálfunarsundlaugar  í Keflavík.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				