Atnorth
Atnorth

Fréttir

Gistnóttum í júní fækkaði milli ára á Suðurnesjum
Fimmtudagur 4. ágúst 2016 kl. 11:16

Gistnóttum í júní fækkaði milli ára á Suðurnesjum

Gistinóttum fækkaði á Suðurnesjum um 2% í júnímánuði 2016 miðað við árið áður. Árið 2015 voru gistinætur 16.042 en þeim fækkaði í 15.747 nú í ár. Suðurnesin eru eina svæðið á landinu þar sem gistinóttum fækkar milli ára. Á tólf mánaða tímabili frá júlí 2015 til júní 2016 fjölgaði gistináttum hins vegar um 17% á Suðurnesjum, sem þó er minnsta aukningin ef litið er á landið allt eins og sjá má á töflunni hér að neðan frá Hagstofu Íslands.

Gistinætur á hótelum á Íslandi í júní voru 357.400 sem er 25% aukning miðað við júní 2015. Á tólf mánaða tímabili frá júlí 2015 til júní 2016 voru gistinætur á hótelum 3.222.300 sem er 28% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

Bílakjarninn
Bílakjarninn