Gistinóttum fjölgar enn
Gistinóttum á hótelum á Íslandi fjölgaði um 20% í nóvember 2013. Á Suðurnesjum voru 5.500 gistinætur í nóvember sem er aukning um 12% frá sama mánuði árið 2012. Frá þessu er greint á vef Hagstofu Íslands.
Gistinætur á hótelum í nóvember voru 138.800 sem er 20% aukning miðað við nóvember 2012. Gistinætur erlendra gesta voru 78% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 25% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 6%.
Á höfuðborgarsvæðinu voru 110.200 gistinætur á hótelum í nóvember sem er fjölgun um 21%. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru 3.500 gistinætur sem er fjölgun um 52% miðað við sama tímabil 2012. Á Suðurlandi voru gistinætur 11.000 í nóvember sem er aukning um 40% frá fyrra ári. Á Austurlandi voru gistinætur 2.600 sem er 37% aukning samanborið við nóvember 2012.