Gistinóttum fjölgaði mest á Suðurnesjum
Í september fjölgaði gistinóttum mest á Suðurnesjum eða um 10% ef miðað er við allt landið, stærsti hluti hótelgesta eru erlendir ferðamenn. Á öllu landinu var 3% aukning á gistinóttum á sama tíma og í fyrra. Aðeins er átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.