Gistinóttum fækkaði um 5% í nóvember
- en fjölgaði um 3% fyrstu 11 mánuði ársins
Gistinætur á hótelum í nóvember síðastliðnum voru 70.300 en voru 71.500 í sama mánuði árið 2009. Á Suðurnesjum voru tæplega 3.000 gistinætur í nóvember, en það er um 5% minna en árið áður.
Gistinóttum erlendra gesta fækkaði um rúm 2% á landsvísu samanborið við nóvember 2009 á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um tæplega 1%.
Gistinóttum á hótelum fyrstu ellefu mánuði ársins fækkar um rúm 3% milli ára. Gistinætur fyrstu ellefu mánuði ársins voru 1.236.900 en voru 1.277.800 á sama tímabili árið 2009. Gistinóttum fjölgaði á Suðurnesjum um 3%.