Gistinóttum fækkaði í febrúar
Gistinætur á hótelum á Suðurnesjum voru 13% færri í febrúar 2019 en í sama mánuði árið áður. Gistinæturnar voru 21.740 í febrúar 2018 en voru 25.021 í febrúar 2018.
Frá mars 2018 til febrúar 2019 er hins vegar 1% aukning í gistinóttum á hótelum á Suðurnesjum miðað við sama tímabil frá 2017 til 2018. Herbergjafjöldi á hótelum á Suðurnesjum var sá sami í febrúar 2018 og 2019. Herbergjanýting hótela var hins vegar 14,6% minni í febrúar í ár en í febrúar í fyrra, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands.