Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gistinóttum erlendra gesta fjölgaði um 45%
Miðvikudagur 8. febrúar 2017 kl. 06:00

Gistinóttum erlendra gesta fjölgaði um 45%

Gistinóttum erlendra ferðamanna á hótelum á Suðurnesjum fjölgaði um 45 prósent á síðasta ári. Á landinu öllu var fjölgunin að meðaltali 33 prósent. Mest var fjölgunin á Norðurlandi þar sem hún var 55 prósent. Næst mest var fjölgunin á Austurlandi, 51 prósent. Suðurnesin voru með þriðju mestu fjölgunina, 45 prósent eins og áður sagði. Frá þessu er greint í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans sem gefin var út 1. febrúar síðastliðinn.

Fjölgun gistinátta á hótelum á Suðurnesjum á milli áranna 2010 og 2016 var rúmlega 300 prósent. Fjölgunin var örlítið meiri á Suðurlandi á tímabilinu og tæplega 350 prósent á Vesturlandi, Vestfjörðum og Austurlandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nýting herbergja á hótelum á síðasta ári var mest á höfuðborgarsvæðinu eða 85,4 prósent. Nýtingin var næst mest á Suðurnesjum eða 72,7 prósent. Í Hagsjánni segir að Suðurnesin njóti góðs að nálægð við Keflavíkurflugvöll. Til samanburðar var nýting hótelherbergja á Suðurnesjum árið 2010 40,3 prósent.