Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gistinóttum á Suðurnesjum fjölgar um 13%
Icelandair hotel í Reykjanesbæ.
Fimmtudagur 15. janúar 2015 kl. 10:30

Gistinóttum á Suðurnesjum fjölgar um 13%

36% fjölgun í nóvembermánuði.

Gistinóttum á hótelum á Suðurnesjum fjölgar um 13% á milli áranna 2013 og 2014, úr 88.602 í 109.934.
Í nóvembermánuði á milli ára fjölgar þeim úr 5.462 í 7.409, eða um 36%. Nýting herbergja í nóvember var best á höfuðborgarsvæðinu eða tæplega 85% en á Suðurnesjum var um 48% nýting á herbergjum. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. 
 
Gistinætur á hótelum á Íslandi í nóvember voru 160.300 sem er 16% aukning miðað við nóvember 2013. 
Gistinætur erlendra gesta á landinu voru 83% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 24% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 10%. Yfir tólf mánaða tímabil hefur fjöldi gistinátta aukist um 13%.
 
Aðeins er tekið tillit til gistinótta á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024